Færri og lægri styrkir ef nokkrir

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við höfum verið að úthluta um það bil fjórum milljónum á ári,“ segir Sigurður Jóhannesson, formaður stjórnar Málræktarsjóðs, en á heimasíðu sjóðsins var nýlega tilkynnt að engir styrkir yrðu veittir í ár.

„Þetta er u.þ.b. 200 milljóna króna sjóður en við erum bundin reglum um að ekki megi ganga á höfuðstólinn til að veita styrki.“ Sigurður segir að ávöxtunin hafi ekki verið nógu góð í ár. Hann segir að þótt nánast 80% sjóðsins séu ríkistryggð bréf þá séu einnig eignir í erlendum hlutabréfasjóðum. „En svo bætist núna einnig við óvissa um ríkisskuldabréfin út af þessum Íbúðalánasjóðsbréfum.“

Sigurður segir slaka arðsemi hafa verið á árinu bæði hérlendis og erlendis vegna verðbólgunnar og ástandsins í heiminum. „Við verðum að bíða róleg og vona að þeir hætti að berjast í Úkraínu eða hvað það er sem þarf til þess að markaðir fari að taka við sér aftur. Eða þá að einhverjir gefi okkur peninga, það er verðugt verkefni að styrkja íðorðasöfnun í hinum ýmsu fögum.“

Gylfi Magnússon prófessor er forstöðumaður Styrktarsjóðs Háskóla Íslands. Hann tekur undir með Sigurði um að ávöxtun hafi verið slæleg á árinu. Hann segir þó sjóðina hafa veitt styrki á þessu ári, en meiri óvissa sé á næsta ári. „Við sjáum stöðuna um áramótin og tökum þá ákvörðun um framhaldið, en það lítur út fyrir að styrkirnir verði færri og lægri heldur en verið hefur undanfarin ár.“ Styrktarsjóður HÍ hefur styrkt margvísleg málefni, ekki síst doktorsnema.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »