Flytja sjálf inn vörur og hafa náð að lækka verðið

Violeta og Björn.
Violeta og Björn.

„Þetta kemur sér mjög vel. Reksturinn er erfiður þannig að það er ekki mikið bolmagn til framkvæmda,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður í versluninni Skerjakollu á Kópaskeri.

Verslunin hlaut styrk upp á 2,8 milljónir króna til endurbóta á húsnæði þegar úthlutað var styrkjum til verslunar í dreifbýli í byrjun vikunnar. Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar og að þessu sinni var 30 milljónum króna úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árið í ár og það næsta.

Í kynningu innviðaráðuneytisins kom fram að markmiðið með styrkjunum sé að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum, fjarri stórum byggðakjörnum, til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »