Mest lofandi lyf við Alzheimer frá upphafi

Steinunn Þórðardótt­ir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands.
Steinunn Þórðardótt­ir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. mbl.is/Hari

Rann­sókn­ir á nýja lyf­inu leca­nem­ab sem sagt var frá fyrr í dag hafa vakið mikla spennu í fræðasam­fé­lag­inu, enda hafa fá tæk úrræði verið til staðar til að berj­ast við Alzheimer-sjúk­dóm­inn.

„Maður er bú­inn að vera það lengi í þess­um geira að maður hef­ur orðið vitni að mörg­um von­brigðum. En þetta lyf er mest lof­andi lyf sem ég hef séð á öll­um þeim tíma. Ef þetta geng­ur eft­ir og lyfið fer á markað þá er þetta gjör­bylt­ing varðandi þenn­an sjúk­dóm,“ seg­ir Stein­unn Þórðardótt­ir, öldrun­ar­lækn­ir og formaður Lækna­fé­lags Íslands.

Aukaverkanir í lágmarki

Hún seg­ir að virkni lyfsins í rann­sókn­um sé meiri en áður hafi sést og að það valdi ekki meiri auka­verk­unum.

Í niður­stöðum kemur fram að 17,3 pró­sent þeirra sem fengu lyfið urðu fyr­ir ­­blæðingu í heila, yfirleitt einkennalausum örblæðingum, sam­an­borið við 9 pró­sent hjá þeim sem fengu lyf­leysu.  

„Slík­ar ör­heila­blæðing­ar koma fram á seg­ulóm­un á höfði en fólk finn­ur yf­ir­leitt ekki fyr­ir þeim,“ seg­ir Stein­unn.

Sama má segja um að 12,6 pró­sent þeirra sem tóku lyfið fengu bjúg í heila, sam­an­borið við 1,7 pró­sent þeirra sem fengu lyf­leysu, en Stein­unn seg­ir að slík­ur bjúg­ur sé yf­ir­leitt ein­kenna­laus og gangi yfir. 

„Þetta teng­ist því að þegar próteinið sem talið er or­saka Alzheimer-sjúk­dóm­inn er að hreins­ast út, þá get­ur það valdið þess­um ör­blæðing­um eða heila­bjúg hjá hluta not­anda lyfs­ins. Þessar aukaverkanir krefjast þó þétts eftirlits með myndrannsóknum af heila, sem er ein af þeim áskorunum sem þarf að leysa úr, fari lyfið á markað.“

Nánar verður fjallað um lyfið í Morgunblaðinu á morgun, fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert