Svakalegur áhugi á hverfinu

Fyrsta húsið er að rísa í Gróttubyggð, vestast á Seltjarnarnesi.
Fyrsta húsið er að rísa í Gróttubyggð, vestast á Seltjarnarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef nú oft verið í eftirsóttum verkefnum en engu eins og þessu. Það er svakalegur áhugi á þessu hverfi. Sem er svo sem ekki skrítið enda er ekki mikið um nýbyggingar á Nesinu og þetta er frábær staður,“ segir Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, sem byggir nú í Gróttuhverfi vestast á Seltjarnarnesi.

Fyrsta húsið er tekið að rísa í þessu nýja hverfi þar sem um 170 íbúðaeiningar munu verða. Jáverk mun byggja tvö fjölbýlishús með 24-26 íbúðum og þrjú fjórbýlishús. „Við erum núna að byrja á fyrra fjölbýlinu og það mun taka um það bil tíu mánuði að steypa upp. Fyrstu íbúðirnar fara því í sölu eftir rúmt ár, eða í upphafi árs 2024,“ segir Gylfi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert