Þrjú ákærð í skattsvikamáli

Fólkið er ákært fyrir að hafa svikið samtals 71 milljón …
Fólkið er ákært fyrir að hafa svikið samtals 71 milljón undan skatti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot á skattalögum í rekstri einkahlutafélags sem þau stýrðu. Nema meint brot þeirra samtals tæplega 71 milljón króna, en þau áttu sér stað á árunum 2017 til 2019.

Þau eru í sameiningu ákærð fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á samtals 14,3 milljónir né staðgreiðslu launa á öllu tímabilinu. Var um að ræða 17,2 upp í 20,7 milljónir á hvert þeirra.

Eldri maðurinn er tæplega sjötugur og var hann framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins á stærstum hluta þess tímabils sem málið nær til.

Yngri maðurinn, sem er á sextugsaldri, var framkvæmdastjóri félagsins síðustu mánuði tímabilsins, en konan, sem er jafnframt eiginkona hans, er einnig sögð hafa verið daglegur stjórnandi félagsins.

mbl.is