Tók við fána fyrsta forsetans

Frá athöfninni á Bessastöðum.
Frá athöfninni á Bessastöðum. mbl.is/Árni Sæberg

Forseti Íslands veitti þjóðfána Íslands viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fáni þessi er merkilegur fyrir það að hann ber eiginhandaráritun Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands.

Nafn hans er ritað með smekklegum hætti í mjallhvítan krossinn, undir efri stangarreit fánans, þeim heiðbláa.

Er hann sagður annar tveggja sem til eru með áritun forsetans. Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafnsins, afhenti forsetanum fánann en félagið leitaði til Eimskipafélags Íslands til þess að geta tryggt kaupin á fánanum, sem boðinn var upp um mitt síðasta ár í Kaupmannahöfn. Eimskipafélagið tók vel í þessa bón, en hún þótti afar vel við hæfi af þeirri ástæðu að Sveinn Björnsson gegndi stjórnarformennsku í Eimskipafélaginu, frá stofnun þess árið 1914 og allt til ársins 1920.

Frá vinstri á myndinni: Stefán Einar Stefánsson, formaður Minja og sögu, Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Sigríður Þorgeirsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir, starfsmenn Þjóðminjasafnsins, halda á fánanum, Óskar Magnússon, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, og Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert