Verslun yfir jólamánuði 73.535 krónum meiri á mann

Í spá RSV er gert ráð fyrir að jólahald kosti …
Í spá RSV er gert ráð fyrir að jólahald kosti vísitölufjölskyldu 295.000 krónur í ár. mbl.is/Eggert

Árleg spá jólaverslunar Rannsóknarseturs verslunarinnar (RSV) gerir ráð fyrir að verslun yfir jólamánuðina í ár verði 73.535 kr. meiri á mann en hún er að jafnaði aðra mánuði ársins.

Það geri tæplega 295.000 krónur fyrir fjögurra manna vísitölufjölskyldu vegna jólahaldsins.

Í spánni er gert ráð fyrir að velta smásöluverslunar í nóvember og desember aukist að nafnvirði um tæp 4,3% frá árinu 2021. Dragist veltan þó saman um 1,7% að raunvirði frá fyrra ári.

mbl.is