Skotmann í Hafnarfirði skorti sakhæfi

Lögregla á vettvangi við Miðvang 22. júní.
Lögregla á vettvangi við Miðvang 22. júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann er sýknaður sökum sakhæfisskorts og dæmd öryggisgæsla á viðeigandi stofnun,“ segir Karl Ingi Vilbergsson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is um dóm Héraðsdóms Reykjaness í dag í máli manns sem skaut á tvær kyrrstæðar bifreiðar í Hafnarfirði 22. júní.

Í annarri bifreiðinni var faðir með sex ára son sinn sem hann var að fara með á leikskólann Víðvelli þegar maðurinn, sem er á sjötugsaldri, skaut á bifreiðina með riffli af svölum fjölbýlishúss við Miðvang.

Var maðurinn dæmdur til að greiða feðgunum bætur, samtals 1,7 milljónir króna, og verður, sem fyrr segir, vistaður á viðeigandi stofnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert