Sólborg valin framúrskarandi ungur Íslendingur

Sólborg Guðbrandsdóttir er framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022.
Sólborg Guðbrandsdóttir er framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólborg Guðbrandsdóttir var valin framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022 í gær fyrir framtak sitt á sviði menntamála.

Tíu Íslendingar voru tilnefndir til verðlaunanna. Á hátíðlegri samkomu í gær veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sólborgu verðlaunin ásamt forseta JCI-hreyfingarinnar, Ríkey Jónu Eiríksdóttur.

 Sólborg hefur einbeitt sér um árabil að því að fræða ungt fólk um kynlíf, samskipti og fordóma og hélt úti Instagram-síðunni Fávitar á árunum 2016-2020.

Hún hefur einnig skrifað bækurnar Fávitar og Aðeins færri fávitar og Fávitar og fjölbreytileikinn, en sú síðasta kom út núna í október. Hún hefur einnig haldið fyrirlestra í grunnskólum og framhaldsskólum landsins.

Í dóm­nefnd voru Þórunn Eva Páls­dóttir, fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur ársins 2021, Ey­vindur Elí Alberts­son, verk­efnis­stjóri hjá Reykja­víkur­borg og senator JCI, Geir Finns­son, for­seti LUF, Ragn­hildur Helga­dóttir, rektor Há­skólans í Reykja­vík og Rík­ey Jóna Ei­ríks­dóttir, lands­for­seti JCI 2022.

Fjöldi ungs fólk hefur hlotið titilinn í þau tuttugu ár sem verðlaunin hafa verið veitt og má þar nefna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Emelíönu Torrini söngkonu, Ævar Þór Benediktsson rithöfund og Sævar Helga Bragason.

mbl.is