Vaxtahækkunin líklega gert útslagið

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vorum að fara yfir stöðuna og ákveða næstu skref,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að fundi samninganefndar stéttarfélagsins lauk nú í kvöld.

„Það er mikill hugur og samheldni í samninganefndinni. Núna erum við að undirbúa félagsfund og við þurfum að fara í kynningarherferðir og kynna stöðuna fyrir félagsmönnum, hvað hafi verið í boði í viðræðunum og eins hvað við teljum atvinnulífið ráða við,“ segir Ragnar.

„Við erum líka að reyna að fanga þann vanda sem okkar félagsfólk stendur frammi fyrir, hvað varðar framfærslu og húsnæðiskostnað. Við erum með mjög stóra hópa innan okkar raða sem eru með fasta vexti sem eru að renna út eftir tólf mánuði. Verkefnið er mjög umfangsmikið og í sjálfu sér engin ein lausn.“

Traust og trúverðugleiki fokið

Ragnar segir að tilkynning Seðlabankans um vaxtahækkun rétt fyrir samninga hafi líklega gert útslagið um erfiða samningalotu núna.

„Það fauk allt traust og trúverðugleiki Seðlabankans út um gluggann með einni ákvörðun. Ég held að það hafi spilað mjög stóra rullu í þessu öllu saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert