Balbo-bréf fyrir metfé á uppboði

Merkt Reykjavík og frímerkin eru rækilega stimpluð. Talið er að …
Merkt Reykjavík og frímerkin eru rækilega stimpluð. Talið er að 10-15 af þessum bréfum ef ekki fleiri séu í söfnum a Íslandi. Þá eru tíu bréf í eigu Íslendingsins Andrésar Fjeldsted sem býr í Þýskalandi, en hann lagði mikla vinnu í að eignast bréf þessi.

Á uppboði Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn nú í vikunni var íslenskt hópflugsbréf frá árinu 1933 slegið á 80 þúsund danskar krónur. Við það bætist 25% söluþóknun til uppboðshaldara sem þýðir að lokaverðið var um 100 þúsund danskar krónur eða um tvær milljónir íslenskar.

„Bréf tengd leiðangri Balbos eru þekkt meðal frímerkjasafnara. Þau eru fágæt og eftirsótt, til dæmis meðal Ítala. Verðið sem gefið var fyrir bréfin á uppboðinu í Kaupmannahöfn er afar hátt en fylgir eðlilega eftirspurninni. Ég hef þó aldrei heyrt um bréf tengd þessari sögufrægu flugferð seljast fyrir viðlíka upphæð og nú gerðist í Kaupmannahöfn. Þetta er algjört met,“ sagði Gísli Geir Harðarson, formaður Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert