Einn enn í gæsluvarðhaldi

Árásin á Bankastræti Club var gerð aðfaranótt 18. nóvember sl.
Árásin á Bankastræti Club var gerð aðfaranótt 18. nóvember sl. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins einn einstaklingur situr enn í gæsluvarðhaldi vegna Bankastrætismálsins, en fjórum var nýlega sleppt úr varðhaldi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Árás með eggvopnum var gerð á skemmtistaðnum Bankastræti Club aðfaranótt 18. nóvember þegar fjöldi grímuklæddra manna þusti inn á staðinn og særði þrjá einstaklinga.

mbl.is