Greinir allar fimm gangtegundirnar

Ásta Björk Friðjónsdóttir knapi sýndi notkun appsins í Reiðhöllinni. Oddur …
Ásta Björk Friðjónsdóttir knapi sýndi notkun appsins í Reiðhöllinni. Oddur Ólafsson kynnti nýjungar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýsköpunarfyrirtækið HorseDay hefur kynnt nýja uppfærslu af hestamannaappi sínu þar sem smáforrit í símanum greinir allar gangtegundir íslenska hestsins, auk annarra upplýsinga um reiðtúrinn. Er þetta fyrsta smáforritið með þessa virkni sem þróað hefur verið. Framkvæmdastjóri HorseDay hyggst nota reynsluna af notkun forritsins til landvinninga hjá öðrum hestakynjum í framtíðinni.

Hestamannaappið Hestadagur var kynnt opinberlega á Landsmóti hestamanna á Hellu í sumar. Fyrsta virkni þess var að skrá reiðtúra og æfingar, svo sem vegalengd og tíma, svipað og hlaupa-, hjóla- og gönguforrit gera. En þetta forrit er sérstaklega þróað fyrir hestafólk og því eru í því atriði sem tengjast hirðingu hestanna, til dæmis járningar og heimsóknir til dýralækna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert