Krabbameinsfélagið kemur á fót notendaráði

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Krabbameinsfélagið hefur ákveðið að koma á fót notendaráði þar sem fólki gefst tækifæri á að miðla reynslu sinni til annarra. 

„Í Notendaráðinu er fólk sem hefur fengið krabbamein, aðstandendur og fólk sem hefur misst ástvin úr krabbameinum. Þátttakan felst í að svara spurningum nokkrum sinnum á ári um ýmis mál sem tengjast krabbameinum. Þátttakendur svara út frá sinni eigin reynslu, hún er það eina sem skiptir máli í þessu samhengi. Svörin eru ópersónugreinanleg,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu

Frekari upplýsingar um Notendaráðið er að finna á krabb.is/notendarad og þar skráir fólk sig einnig til þátttöku. Krabbameinsfélagið hvetur fólk eindregið til að skrá sig í ráðið og hlakkar til samstarfsins.

„Við hjá Krabbameinsfélagsinu bindum miklar vonir við Notendaráðið og væntum þess að þar fái félagið mikilvægar upplýsingar frá þeim sem reynsluna hafa. Félagið mun gera allt sem það getur til að hún nýtist sem best. Í Danmörku hefur Notendaráðið orðið að miklu gagni,“ er haft eftir HölluÞorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, í tilkynningunni. 

mbl.is