Önduðu að sér rússnesku lofti í kaffiboði

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta eru skemmtilegar og magnaðar sögur af fólki héðan úr Flóanum, bændum og búaliði og þjóðþekktum mönnum. Ég tíni svona rósir meðfram veginum og skreyti bókina með sögum af atburðum sem áttu sér stað í æsku minni og fram á þessa daga,“ segir Guðni Ágústsson, fv. þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, um nýja bók sína, Guðni: Flói bernsku minnar, sem skrásett er af Guðjóni Ragnari Jónassyni menntaskólakennara í félagi við Guðna.

Sagan nær yfir 70 ár og margar skrautlegar persónur eru kallaðar til leiks. „Ég sýni fram á að Flóamenn eru miklu skemmtilegri en af er látið,“ segir Guðni og að allt tal um bragðdaufa Flóamenn eigi sér ekki neina stoð í raunveruleikanum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert