16 ára missti meðvitund við fall af rafskútu

Þrjú rafhlaupahjólaslys voru tilkynnt lögreglu.
Þrjú rafhlaupahjólaslys voru tilkynnt lögreglu. mbl.is/Hari

Sextán ára stúlka missti meðvitund þegar hún datt af rafhlaupahjóli á ellefta tímanum í gærkvöldi. Var hún komin til meðvitundar þegar lögregla og sjúkrabifreið komu á vettvang og fékk að fara heim að lokinni aðhlynningu sjúkraliða.

Málið er unnið í samráði við móður stúlkunnar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 

Afskipti voru höfð af ölvuðum manni sem hafði dottið af rafhlaupahjóli, en ekkert er skráð um áverka. 

Annað slys varð svo í miðbæ Reykjavíkur þar sem kona datt af rafhlaupahjóli. Hlaut hún skurð á höfði og var sjúkrabíll kallaður til. 

mbl.is