Á bráðamóttöku eftir að hafa orðið fyrir bíl

Gangandi vegfarandi er á leiðinni á bráðamóttökuna í Fossvogi.
Gangandi vegfarandi er á leiðinni á bráðamóttökuna í Fossvogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekið var á gangandi vegfaranda laust fyrir klukkan 17 í dag á Kjalarnesi. Maðurinn er á leið á bráðamóttöku en ekkert fæst uppgefið um líðan mannsins að svo stöddu. 

Þetta staðfestir Guðmundur Karl Halldórsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. Tilkynning um slysið barst slökkviliðinu klukkan 16:59.

Áreksturinn varð við Klébergsskóla á Kjalarnesi en ökumaðurinn er einnig slasaður þó áverkar hans séu ekki taldir eins alvarlegir. 

mbl.is