Hagstofan vísar á Þjóðskrá og öfugt

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Ljósmynd/Hagstofa Íslands

Þjóðskrá Íslands vinnur ekki að gerð manntals og getur eftir atvikum því ekki orðið til svara um endurskoðun á íbúafjölda landsins í kjölfar nýs manntals.

„Tölur manntalsins eru byggðar á vinnu Hagstofunnar og getur Þjóðskrá því ekki gert grein fyrir þessum mun og vísum við því á Hagstofuna til að gefa útskýringar á því í hverju munurinn felst,“ sagði í skriflegu svari Sifjar Kröyer, fagstjóra hjá Þjóðskrá.

Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um birti Hagstofa Íslands niðurstöður nýs manntals á Íslandi hinn 14. nóvember síðastliðinn. Samkvæmt því voru íbúar landsins um 359 þúsund hinn 1. janúar 2021, eða tæplega tíu þúsund færri en skv. Þjóðskrá.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert