Potturinn þrefaldur næst

Enginn var með fyrsta vinning í Lottó í kvöld og verður potturinn þrefaldur næsta laugardag.

Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út og verður hann tvöfaldur.

Sex fengu annan vinning í Jóker, sem sagt voru með fjórar réttar tölur í réttri röð, og fær hver þeirra 100 þúsund krónur.

Fjórir miðanna eru í áskrift, en hinir miðarnir voru keyptir í Olís í Garðabæ og Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.

mbl.is