Sjóslys við Garðskaga

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna sjóslyss við Garðskaga á Reykjanesi. 

Maður hafði fallið fyrir borð á skipi norðvestur af Garðskaga en leit að honum stendur nú yfir. 

Landhelgisgæslan vildi ekki veita frekari upplýsingar þegar mbl.is leitaði til hennar en segir tilkynningu væntanlega. 

Í frétt Vísis um málið segir að allur tiltækur floti björgunarsveita sé á svæðinu í leitaraðgerðum ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þá sé varðskipið Þór einnig væntanlegt.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert