Leitin engan árangur borið

Dregið var úr umfangi leitarinnar laust fyrir klukkan eitt í …
Dregið var úr umfangi leitarinnar laust fyrir klukkan eitt í nótt. Verður henni svo haldið áfram í birtingu. mbl.is/Guðni

Leitin að sjómanninum sem féll frá borði fiskibáts í utanverðum Faxaflóa í gær hefur engan árangur borið. 

Rétt fyrir kukkan eitt í nótt var tekin ákvörðun um að draga úr umfangi leitarinnar og kalla þyrlur til baka auk flestra skipa og báta. Varðskipið Þór var þó áfram á svæðinu. 

Gert er ráð fyrir að hefja leit aftur við birtingu í dag.

mbl.is