Mælir með peningastefnumóti

Hrefna Björk Sverrisdóttir gaf nýlega út bókina Viltu finna milljón? …
Hrefna Björk Sverrisdóttir gaf nýlega út bókina Viltu finna milljón? Í henni má finna fjölmörg ráð til að ná tökum á fjármálum sínum. mbl.is/Ásdís

Hrefna Björk Sverrisdóttir kann mörg góð ráð til að halda utan um heimilisbókhaldið, grynnka á skuldum, minnka neyslu og í leiðinni spara heilmikið fé sem mætti þá nýta í áhugamál, ferðalög, nýjan bíl eða stærra húsnæði. Mögulega gætir þú fundið einhvers staðar auka milljón!

Út er komin bókin Viltu finna milljón? sem Hrefna skrifaði ásamt Grétari Halldórssyni.

„Hugmyndin var að gera einfalda bók á mannamáli sem fólk gæti tengt við. Bókin er uppfull af ráðum sem tengjast okkar daglega lífi varðandi að sýsla með peninga, sem við erum öll að gera margoft á dag. Við getum gert litlar breytingar en um leið sparað okkur mikinn pening,“ segir Hrefna, en hún er með háskólapróf í viðskiptafræði og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun.

Átta ólíkir peningapersónuleikar

Hrefna segir fólk hafi mjög ólíka „peningapersónuleika“ og talar hún um það í einum kafla.

„Við erum ótrúlega ólík þegar kemur að peningum. Sumir eru sveimhuga og aðrir eru hræddir við peninga og geta ekki dílað við fjármál. Aðrir eru safnarar en í bókinni eru átta peningapersónuleikar skilgreindir,“ segir hún og segir að þegar sambúðarfólk er ekki í sama flokki, getur það skapað mikla togstreitu í sambandinu.

„Ef fólk nær að læra betur inn á hvort annað er það líklegra til að geta sett sér sameiginleg markmið og búið til umgjörð sem hentar báðum aðilum vel,“ segir hún og segir oft algengt að annar aðilinn taki að sér fjármálin sem sé ekki endilega gott því allir þurfi að taka ábyrgð á sínum eigin fjármálum.

„Við gefum þau ráð að fólk fari hreinlega á peningastefnumót. Þá gefur fólk sér tíma til að setjast niður og ræða fjármálin án þess að vera með ásakanir á hvort annað. Þá er líka hægt að ræða drauma hvors annars og hvernig hægt sé að vinna að markmiðum beggja aðila.“

Ítarlegt viðtal við Hrefnu er í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »