Misskilningur á misskilning ofan

Bogi Bjarnason í frumskóginum í Saó Tóme og Prinsípe.
Bogi Bjarnason í frumskóginum í Saó Tóme og Prinsípe.

Bogi Bjarnason hefur víða komið á umliðnum árum til að kynna frisbígolf, svo sem til Níkaragva og Brasilíu, en segir Saó Tóme og Prinsípe, tveggja eyja eyríki í Gíneuflóa undan strönd Vestur-Afríku, frumstæðasta samfélagið sem hann hafi kynnst. Aðeins búa þar um 220 þúsund manns.

Bogi, sem á sæti í stjórn Alþjóðafrisbígolfsambandsins, dvaldist í landinu í um vikutíma í október í boði sænsks félaga síns, Thors Wallgrens. „Frisbígolfsenan í Svíþjóð leitar mikið til mín og Thor bauð mér með sér til að skrifa og taka myndir fyrir heimasíðu sambandsins. Hann vill ekki búa í Svíþjóð á veturna – skiljanlega – og eftir að menn reyndu að skjóta hann í Úrúgvæ flutti hann sig yfir til Saó Tóme, þar sem hann fékk leyfi til að byggja frisbígolfvöll á einni plantekrunni sem heimamenn ráða yfir eftir að Portúgalarnir fóru árið 1976,“ segir Bogi en tilgangur ferðarinnar var að setja upp níu körfu völl fyrir heimamenn og gesti þeirra.

Verkamaður að nafni Suárez ber körfu í átt að vallarstæðinu. …
Verkamaður að nafni Suárez ber körfu í átt að vallarstæðinu. ​


Smiðurinn fluttur

Búið var að panta níu körfur fyrir frísbígolfvöllinn en þegar á hólminn var komið voru þær bara átta og smiðurinn fluttur til Portúgals. Þá voru heimamenn búnir að grafa holur bæði á teig og flöt, sem þurfti að laga. Lendingin var sú að sex körfu velli var komið upp inni í þykkasta frumskógi, þar sem hver maður var vopnaður sveðju. Aðeins einn heimamanna talaði hrafl í ensku og milliganga hans flækti málin yfirleitt frekar en hitt. „Þetta var misskilningur á misskilning ofan,“ segir Bogi hlæjandi, „og tvímælalaust erfiðustu aðstæður sem ég hef þurft að leggja frisbígolfvöll við.“

Hann segir fólkið almennt viðkunnanlegt og það orð fari af Saó Tóme að eyjan sé friðsæl og lítið um ættbálkaerjur. „Fiskimennirnir hafa það best og einhver uppskera er ennþá á kakóplantekrunum en ekkert í líkingu við það sem var. En það er engin leið að byggja upp frisbígolfsenu þarna.“

Nanar er rætt við Boga í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »