Breytt landslag í verkalýðsbaráttu

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir landslagið í verkalýðsbaráttunni óneitanlega hafa breyst á síðustu dögum. Hann sakar Eflingu um að hafa lekið upplýsingum, sem honum bar skylda til þess að deila með þeim, um gang samningsviðræðna SGS við Samtök atvinnulífsins, í fjölmiðla.

„Ég hefði aldrei nokkurn tímann lekið upplýsingum í fjölmiðla um það sem Efling væri að gera sem ég hefði haft vitneskju um á þeirra fundum. Ég er bara ekki þannig gerður,“ segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið.

Lét Eflingu fá upplýsingar í góðri trú

Vilhjálmur segist hafa látið Eflingu hafa umræddar upplýsingar um gang viðræðna SGS við SA.

„Mér bar skylda til að upplýsa þau um hvert einasta atriði sem ég væri að gera og mér fannst mikilvægt að halda þeim upplýstum. Kannski líka með von um að þau myndu koma inn til að hafa áhrif á það sem við værum að gera. Síðan þegar við erum komin mjög langt í þessu ferli og umræður komnar á afar viðkvæmt stig þá er upplýsingum lekið í fjölmiðla. Mér fannst það afar sorglegt.“

Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engin svör frá Sólveigu

Þegar Vilhjálmur varð var við þennan leka hafði hann samband við Sólveigu Önnu til þess að spyrja hana hvað hafi búið að baki trúnaðarbrestinum. Hvort hann hafi bara verið einfalt skemmdarverk.

Fékkstu einhver svör við því?

„Nei, ég fékk ekki svör við því.“

Að mati Vilhjálms er það ábyrgðarstarf að gegna forystu í verkalýðsfélagi. „Ég tek það starf ofboðslega alvarlega og að ná þessari niðurstöðu sem við náðum, án þess að þurfa að fara í átök, sem skilaði þessum launahækkunum frá og með 1. nóvember, tel ég gríðarlega góðan árangur.“

Óskar öðrum félögum velfarnaðar í kjaraviðræðum

Vilhjálmur telur stöðu annarra verkalýðsfélaga góða eftir skammtímasamning SGS við SA og telur hann jafnvel ganga lengra en kröfugerð Eflingar að því er varðar tiltekin atriði.

„Ég óska þeim bara velfarnaðar í því að fara inn í þá kjarabaráttu. Og ég vona svo innilega að þeim gangi mjög vel í þeirri vinnu. Ég ætla ekki að gagnrýna á einn eða neinn hátt hvernig þau ætla að nálgast þetta viðfangsefni. Enda er það þeirra réttur að semja fyrir sína félagsmenn eins og þau vilja og telja best fyrir sig.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »