Er heils dags leikskóli eina úrræðið?

Margrét Pála Ólafsdóttir.
Margrét Pála Ólafsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Allir eru farnir út að vinna, karlar og konur, frá eins árs eða yngri börnum og við erum komin í öngstræti að mínu mati. Erum við raunverulega að segja að eina tilboðið sem við viljum gera eins árs gömlum börnum sé heils dags leikskóli?“ spyr Margrét Pála Ólafsdóttir, frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Margrét gagnrýnir ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur um lækkun framlaga til sjálfstætt starfandi leikskóla á þeirri forsendu að börn í þeim séu færri en ráð var fyrir gert, en bendir um leið á að vandinn risti mun dýpra en sem nemur fjárhagsáætlunum sveitarfélaga.

Vekur Margrét athygli á því að viðmiðunargjald fyrir barn á leikskóla níu klukkustundir á dag sé 470.000 krónur á mánuði og spyr hvort betri hugmyndir liggi ekki á lausu en að greiða slíka upphæð fyrir að koma eins árs gömlu barni inn í opinbert líf og foreldrunum út á vinnumarkaðinn. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert