Fór í sjóinn við Gullinbrú

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sótti manninn.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sótti manninn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingur fór í sjóinn við Gullinbrú rétt fyrir klukkan hálftólf í morgun. Hann kom sér sjálfur í land og var í kjölfarið fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var hann bæði blautur og kaldur þegar slökkviliðið kom á vettvang. 

mbl.is