Gríðarlegt högg fyrir lítið samfélag

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. mbl.is/Hákon

„Við vorum með bænastund hér í kirkjunni í gær og þar hittist fólk og sýndi samkennd við þessar hörmulegu aðstæður,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í samtali við mbl.is. „Þetta er hörmulegur atburður og snertir samfélagið okkar hér mjög harkalega,“ segir hann.

Sjómaðurinn sem féll fyrir borð á línuskipinu Sighvati GK-57 og verið er að leita enn að er búsettur í Grindavík og einnig er útgerðin Vísir starfrækt í bæjarfélaginu, þaðan sem skipið er gert út. 

„Samúð okkar er öll með fjölskyldunni og ástvinum,“ segir Fannar og segist óska eftir að friðhelgi fjölskyldunnar sé virt á þessum erfiðu tímum.

„Þetta er gríðarlegt högg fyrir alla hér í okkar litla samfélagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert