Hálka víða um land

Hálku er þegar farið að gæta í höfuðborginni.
Hálku er þegar farið að gæta í höfuðborginni. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Hálka er víða um land, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu, og er rétt að vara ökumenn við sem eru á ferðinni.

Hálka er á Hellisheiði, Sandskeiði, Mosfellsheiði og flestöllum öðrum leiðum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi en greiðfært er á stofnbrautum í Reykjavík, að því er kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Á Vesturlandi er flughálka í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hálka er m.a. á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Vatnaleið. Á Vestfjörðum er hálka á öllum helstu leiðum og eitthvað er um hálkubletti.

Hálka á Öxnadalsheiði

Á Norðurlandi er hálka á Öxnadalsheiði og nokkrum öðrum leiðum og á Norðausturlandi er hálka á flest öllum leiðum.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi en greiðfært er frá Berufirði að Höfn. Varað er við hreindýrum á milli Hafnar og Djúpavogs.

Á Suðausturlandi eru hálkublettir á öllum leiðum og á Suðurlandi eru hálkublettir víða á þjóðveginum en hálka á flestum útvegum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert