Logaði aðeins á tunglinu í Reykjanesbæ

Ljósmynd/Jón Kristinn Jónsson

Spennu sló út áðan í Reykjanesbæ og ekkert ljós var í bæjarfélaginu nema tunglskinið og á myndinni má sjá hvernig umhorfs var í bænum.

Í samtali við starfsmann á bakvakt hjá HS Veitum var sagt að rafmagnsleysið hefði einungis varað í um það bil korter, og nú væri rafmagnið komið á aftur og bærinn kominn með raflýsingu eins og vera ber. 

mbl.is