Óvíst hvenær kallað verður til fundar

Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirbúningur og „innri samtöl hafa verið í gangi hjá samninganefndum í morgun, að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara.

„Sú vinna er í gangi, veit ég. Hvenær hún er búin og hvenær er skynsamlegt að kalla til fundar get ég ekki svarað í augnablikinu,“ segir Aðalsteinn, spurður út í stöðu mála í kjaraviðræðum. 

Aðalsteinn greindi frá því í gær að hann ætlaði ekki að boða VR, LÍV og samflot iðn- og tæknigreina til fundar við Samtök atvinnulífsins í dag, en að hann ætlaði að meta það í dag hvenær ástæða væri til að funda á nýjan leik.

„Ég met þetta stöðugt, hvenær skynsamlegt er að setjast niður saman en tímanum var betur varið í annað í dag,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert