Hrækti á andlit starfsmannsins og hljóp út

Maðurinn var handtekinn en var síðan laus að skýrslutöku lokinni.
Maðurinn var handtekinn en var síðan laus að skýrslutöku lokinni. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregla var í gær kölluð á vettvang eftir að maður yfirgaf verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Starfsmaður verslunarinnar hafði reynt að stöðva þjófinn sem hrækti í andlit starfsmannsins fyrir vikið og hljóp út með þýfið. 

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að annar starfsmaður hafi þá hlaupið út og elt manninn þangað til hann var handtekinn af lögreglu. 

Maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hann var laus að skýrslutöku lokinni.

mbl.is