Neitar að tjá sig um upplýsingalekann

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar og Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og …
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar og Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, segist ekki ætla að tjá sig um ásökun Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins (SGS), þess efnis að Viðar hafi lekið upplýsingum um kjarasamning SGS í fjölmiðla.

Í Kastljósi í gærkvöldi sagði Vilhjálmur að hann hefði rætt við Viðar kvöldið fyr­ir und­ir­rit­un kjara­samn­inga og gert hon­um grein fyr­ir því að viðræður væru langt komn­ar.

Hon­um hefði því vita­skuld brugðið dag­inn eft­ir þegar hann las um allt það sem þeim fór á milli í tveim­ur fjöl­miðlum.

Benti á að Sólveig þrætti ekki fyrir ásökunina

Er mbl.is náði tali af Vilhjálmi eftir Kastljós benti hann á að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þrætti ekki fyrir þessa ásökun hans en hún mætti honum í þættinum. 

„Ég hef ekki áhuga á að tjá mig um þetta mál,“ segir Viðar í samtali við mbl.is.

Hann vildi heldur ekki tjá sig um kjaraviðræður Eflingar við Samtök atvinnulífsins og vísaði til þess að hann væri ekki talsmaður samninganefndar stéttarfélagsins. 

mbl.is