Neitar að tjá sig um upplýsingalekann

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar og Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og …
Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar og Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðar Þorsteinsson, fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar, segist ekki ætla að tjá sig um ásökun Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandsins (SGS), þess efnis að Viðar hafi lekið upplýsingum um kjarasamning SGS í fjölmiðla.

Í Kastljósi í gærkvöldi sagði Vilhjálmur að hann hefði rætt við Viðar kvöldið fyr­ir und­ir­rit­un kjara­samn­inga og gert hon­um grein fyr­ir því að viðræður væru langt komn­ar.

Hon­um hefði því vita­skuld brugðið dag­inn eft­ir þegar hann las um allt það sem þeim fór á milli í tveim­ur fjöl­miðlum.

Benti á að Sólveig þrætti ekki fyrir ásökunina

Er mbl.is náði tali af Vilhjálmi eftir Kastljós benti hann á að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, þrætti ekki fyrir þessa ásökun hans en hún mætti honum í þættinum. 

„Ég hef ekki áhuga á að tjá mig um þetta mál,“ segir Viðar í samtali við mbl.is.

Hann vildi heldur ekki tjá sig um kjaraviðræður Eflingar við Samtök atvinnulífsins og vísaði til þess að hann væri ekki talsmaður samninganefndar stéttarfélagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert