„Þetta stefnir allt í rétta átt“

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er einn í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club aðfaranótt 18. nóvember. Gæsluvarðhaldið yfir honum rennur út 22. desember.

Bankastræti Club.
Bankastræti Club. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er málið enn í rannsókn og verið er að skoða tilefni þess að árásin átti sér stað.

Hann segir rannsóknina ganga vel. „Þetta stefnir allt í rétta átt.“

Árás með eggvopn­um var gerð á skemmti­staðnum þegar fjöldi grímu­klæddra manna þusti inn á staðinn og særði þrjá ein­stak­linga.

mbl.is