Vilja spara sjö milljarða í borginni

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Dagmál

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja í dag til breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 2023, sem spari a.m.k. 7.235 milljónir króna. Einnig er lögð til lóðasala og sala á eignum borgarinnar, sem ekki tengjast lögboðnum skyldum, og ágóðanum varið til að grynnka á skuldum Reykvíkinga og minnka fjármagnskostnað, sem hefur hækkað mikið að undanförnu.

Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna segir að í tillögunum felist raunhæfar en nauðsynlegar aðgerðir til að koma böndum á rekstur borgarinnar, sem við blasi að sé stjórnlaus í höndum núverandi meirihluta. „Hagræðingartillögur meirihlutans skila samanlagt aðeins einum milljarði króna, sem er hvergi nærri nóg, eins og staðan er orðin.“

Umfjöllunina er hægt að nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert