Forsætisnefnd vísaði máli Daníels frá

Forsætisnefnd vísaði erindi um meint brot Daníels Hauks Arnarssonar varaþingmanns …
Forsætisnefnd vísaði erindi um meint brot Daníels Hauks Arnarssonar varaþingmanns Vinstri grænna frá í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsætisnefnd hefur fjallað um erindi Samtakanna 22 um meint brot Daníels E. Arnarsonar varaþingmanns Vinstri grænna á siðareglum alþingismanna og vísaði því frá í dag.

Forsaga málsins

Málið má rekja til ummæla Daníels í ræðustól á þingfundi um svokallað bælingarfrumvarp þann 15. nóvember sl.

Áður en frumvarpið var tekið fyrir höfðu Samtökin 22 skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu.

Í umræðu sinni um málið kallaði Daníel nýstofnuð samtök samkynhneigðra, Samtökin 22, „haturssamtök“ og ýjaði að fordómum samtakanna gagnvart transfólki.

Strax daginn eftir umrædd ræðuhöld sendu Samtökin 22 erindi til Forsætisnefndar um meint brot Daníels E. Arnarsonar, bæði varðandi orðfæri um „haturssamtök“ og eins vegna þess að hann er formaður Samtakanna 78, en hafði ekki tiltekið það í hagsmunaskrá.

Hafði verið varaþingmaður í of stuttan tíma

Í niðurstöðu Forsætisnefndar er tiltekið varðandi hagsmuni Daníels að þá eigi sú klásúla ekki við þar sem hann hafði aðeins gegnt stöðu varamanns í viku, en lögin skilgreini að slíkar upplýsingar verði að vera skráðar fyrir varaþingmenn sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Þannig eigi skráning ekki við í þessu tilfelli.

Varðandi ummælin sjálf var komist að þeirri niðurstöðu að skilyrði brysti til þess að forsætisnefnd tæki málið til athugunar vegna þess að tjáning þingmanna falla undir almennar siðareglur þingmanna og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu. Þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu og lýtur fundarstjórn forseta Alþingis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert