Netverslunum heimilt að selja lyf

Nýja reglugerðin um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir er unnin í samráði …
Nýja reglugerðin um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir er unnin í samráði við Lyfjastofnun og á grundvelli umsagna sem bárust í umsagnarferli. mbl.is/Sverrir

Frá og með 1. janúar verður heimilt að reka lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 

Þá verður lyfjabúðum heimilt að semja við þriðja aðila til að sinna afhendingu lyfja utan lyfjabúða og lán og sala lyfja á milli lyfjabúða verður heimiluð. 

Enn fremur verður flokkun lyfjaútibúa einfölduð og gildistími rekstrarleyfa styttur. 

„Markmiðið er að ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni. 

Nýja reglugerðin um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir er unnin í samráði við Lyfjastofnun og á grundvelli umsagna sem bárust í umsagnarferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert