Telja sig hafa dregist aftur úr

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Verkefnin eru ærin og við erum ákaflega ánægð með þessa viðbót,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri um auknar fjárveitingar til löggæslu í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu verða fjárveitingar til lögreglu auknar um 900 milljónir króna auk þess sem 500 milljónum er varið aukalega til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi.

Sigríður Björk segir að nú verði beðið eftir því hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og ráðuneyti hans úthluti þessum auknu fjárheimildum. Fyrir liggi fjöldi minnisblaða og skýrslur um hvað þurfi að bæta innan lögregl­unnar, sem séu unnar ár hvert þegar lögregluembættin geri sínar rekstraráætlanir.

„Þetta er mikilvægt og við höfum bent á það lengi. Það þarf styrkingu. Bæði þarf að fjölga lögreglu­mönnum og það er í vinnslu. Eins eru önnur verkefni sem hafa beðið, það þarf til dæmis að stytta málsmeðferðartíma,“ segir Sigríður.

Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert