15 mánaða fangelsi fyrir skattsvik

Halldóri hefur fjórar vikur til að greiða ríkissjóði rúmar 142 …
Halldóri hefur fjórar vikur til að greiða ríkissjóði rúmar 142 milljónir króna. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og til að greiða 142 milljóna sekt. 

Maðurinn, Halldór Úlfar Halldórsson, var ákærður fyrir að hafa ekki borgað skatt af tekjum upp á 161.715.277 krónur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi. Með því hafi hann komist hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð 71.212.813 króna vegna tekjuáranna 2016-2018.

Halldór var dæmdur í héraðsdómi 1. desember í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða ríkissjóði tvöfalda þeirrar skattfjárhæðar sem skotið var undan skatti, eða 142.500.000 krónur, ella sæta fangelsi í 12 mánuði.

Hann þarf einnig að greiða málsvarslaun skipaðs verjanda síns 3.906.000 krónur.

Halldór hafði áður verið dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í júlí 2012 fyrir skattsvik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert