Fremur kalt næstu daga

Hiti verður á bilinu 0-10 stig í dag.
Hiti verður á bilinu 0-10 stig í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fremur kalt verður á landinu næstu daga, éljagangur fyrir norðan og austan, en víða léttskýjað annars staðar. 

Útlit er fyrir fremur rólegt veður um helgina en það er einna helst skýjað og norðan kaldi allra austast á landinu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Búast má við norðlægri átt í dag, 5-10 m/s en 8-13 m/s með austurströndinni.

Hiti verður á bilinu 0 til 10 stig, mildast við ströndina. Seint á morgun lægir smám saman og dregur úr éljum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is