Skoða mögulega uppbyggingu á TR-reit

Hugsanlegur kaupandi bygginganna hefur kannað möguleika á að þétta byggð …
Hugsanlegur kaupandi bygginganna hefur kannað möguleika á að þétta byggð á reitnum. mbl.is/sisi

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) auglýsti í fyrra til sölu nokkrar húseignir við Laugaveg og Rauðárárstíg í Reykjavík, þar á meðal stórbyggingu þá sem hýsti Tryggingastofnun ríkisins um árabil. Áhugasamur kaupandi leitaði til Reykjavíkurborgar með vitund húseigandans og kannaði möguleika á frekari uppbyggingu á reitnum.

Fól hún í sér að koma fyrir 4-6 hæða byggingu, 6.941 fermetra að stærð, auk 2.046 m2 bílakjallara, í porti við Grettisgötu. Skipulagsfulltrúi tók neikvætt í innsenda tillögu arkitekta en benti jafnframt á mögulegar breytingar sem gera þyrfti. Reiturinn býður vissulega upp á þéttingu byggðar í hverfinu. Ríkiskaup leituðu í fyrra f.h. FSRE tilboða í eignir á svokölluðum Tryggingastofnunarreit, þ.e. við Laugaveg 114, 116, 118b og Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík, samtals um 8.200 fermetra.

„Eign sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika,“ sagði í auglýsingunni. Var þar væntanlega verið að vísa til þess að hægt yrði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir. Staðsetning væri við Hlemm, miðpunkt fyrirhugaðrar Borgarlínu. Á svæðinu væri fjölbreytt mannlíf, veitingastaðir, kaffihús og hótel.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert