Svartan reyk lagði frá ofni

Slökkviliðinu barst útkall eftir að brunakerfi fór í gang og …
Slökkviliðinu barst útkall eftir að brunakerfi fór í gang og svartan reyk lagði frá húsnæði í iðnaðarhverfi í Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið var kallað út í nótt eftir að brunavarnakerfi fór í gang í iðnaðarhverfi í Kópavogi. Svartan reyk lagði frá byggingunni en enginn eldur virtist vera í húsnæðinu þegar komið var á vettvang. 

Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarvarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kom reykurinn frá ofni í húsnæðinu en deig hafði verið skilið þar eftir inni.

Tók það slökkviliðið um klukkutíma að reykræsta bygginguna og endurræsa kerfið en lítið tjón virðist hafa orðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert