Ákæra tilbúin: Vilja fjögurra vikna varðhald

Vopn sem lögreglan lagði hald á í tengslum við málið.
Vopn sem lögreglan lagði hald á í tengslum við málið. mbl.is/Hallur Már

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út ákæru á hendur tveimur mönnum sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka hér á landi.

Fara fram á fjögurra vikna varðhald

„Ákæran er tilbúin,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara. Hann bætir við að hún verði væntanlega kynnt þegar farið verður fram á fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum í Héraðsdómi Reykjavíkur dag.

Spurður hvort mennirnir verði ákærðir fyrir 100. grein hegningarlaga þar sem fjallað er um hryðjuverk segir Karl Ingi að það ákvæði hafi aldrei verið til skoðunar. Hann vill annars ekkert tjá sig um innihald ákærunnar.

Menn­irn­ir voru í síðasta mánuði úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi tveggja vikna gæslu­v­arðhald sem renn­ur út í dag. Þeir hafa setið í gæslu­v­arðhaldi í ell­efu vik­ur, en að há­marki er hægt að fá gæslu­v­arðhalds­úrsk­urði í tólf vik­ur án þess að gefa út ákæru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert