Bónus vill kerrurnar heim

Þessi bónuskerra er í sínu náttúrulega umhverfi eða inni í …
Þessi bónuskerra er í sínu náttúrulega umhverfi eða inni í versluninni. Ljósmynd/Aðsend

Brögð hafa orðið að því að fólk noti Bónuskerrurnar sem farartæki og keyri þær heim að sínu húsi og skilji þar eftir, versluninni til mikils ama. Nú hefur Bónus kallað eftir því að fá kerrurnar heim, enda eru þær hugsaðar til þess að nota í versluninni og út að bíl, en ekki til að fara með alla leið heim í eldhús.

Fyrirtækið auglýsti eftir kerrunum á Facebook-síðu sinni og höfðu þá nokkir ýmsar upplýsingar og ef skrollað er niður má sjá myndband þar sem viðskiptavinur búðarinnar hefur sankað að sér kerrum í massavís og geymir nú bakvið hús.

Talsmenn verslunarinnar segja að bæði séu kerrurnar dýrar og einnig taki langan tíma að panta kerrurnar. Þeir ganga ekki svo langt að tala um stuld, þó vissulega væri hægt að leiða að því rökum að kerrurnar séu eign verslunarinnar og eigi því ekkert erindi í bakgörðum húsa eða annarra fyrirtækja.

Kerrurnar keyra sig ekki sjálfar heim, svo viðskiptavinir sem hafa dregið þær heim að húsi eru vinsamlegast beðnir um að skila þeim til verslunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert