Eldur í íbúð í Hafnarfirði

Eldur kom upp í íbúð í Hafnarfirði.
Eldur kom upp í íbúð í Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engan sakaði þegar að eldur kom upp í íbúð við Berjavelli í Hafnarfirði upp úr klukkan 12 í dag. 

Eldurinn kviknaði út frá eldavélinni eftir að vatn í potti hafði gufað upp og peli brann við botninn, að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Eldurinn var bundinn við eldhúsið en mikið tjón var í íbúðinni og er hún ekki talin íbúðarhæf.

Eftir að búið var að slökkva eldinn tók reykræsting við en mikinn reyk hafði lagt frá eldavélinni.

mbl.is