Fundur gæti staðið fram á kvöld

Samkvæmt heimildum mbl.is er staðan óbreytt síðan í dag og vinna heldur áfram af fullum krafti. Búist er við að fundurinn dragist fram á kvöldið. Hefur mikil vinna verið unnin í dag, en ekki er samt vitað hvenær dregur til tíðinda.  

VR ásamt iðnaðarmönnum og tæknimönnum, Landssambandi íslenskra verslunarmanna sitja að samningum við Samtök atvinnulífsins með sáttasemjurum til að reyna að leita lausna í kjarasamningunum. 

Áætlað hafði verið að fundurinn stæði til klukkan sex í dag.

mbl.is