Jólalestin á ferðinni á morgun

Fjöldi fólks fylgist gjarnan með jólalestinni.
Fjöldi fólks fylgist gjarnan með jólalestinni.

Jólalest Coca-Cola er orðin þekkt hérlendis en hún hefur farið á rúntinn á aðventunni allar götur síðan 1995. 

Lestin leggur af stað á morgun, laugardaginn 10. desember, í sinn árlega rúnt og keyrir um höfuðborgarsvæðið. 

Í tilkynningu kemur fram að lestin muni keyra viðstöðulaust ef frá eru talin stutt stopp í Spönginni í Grafarvogi og við Hörpu. 

Leggur lestin af stað klukkan 17 frá höfuðstöðvum Coca-Cola að Stuðlahálsi í Árbæ og mun ljúka þar hringnum. 

Hér má sjá áætlun lestarinnar á morgun.
Hér má sjá áætlun lestarinnar á morgun.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til fólks að sýna aðgát og koma ekki of nálægt lestinni en hún ferðast í fylgd lögreglu og Hjálparsveitar skáta eins og hefð er fyrir. 

Hægt er að fylgjast með staðsetningu jólalestarinnar í rauntíma á jolalestin.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert