Kannabisræktun stöðvuð í Mosfellsbæ

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í Mosfellsbænum í gær. Mynd úr safni.
Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í Mosfellsbænum í gær. Mynd úr safni. AFP/Fred Tanneau

Einn var handtekinn þegar að lögreglan stöðvaði kannabisræktun í Mosfellsbæ. Einstaklingurinn sem grunaður var um ræktunina var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir helstu tíðindi embættisins frá því klukkan 18 í gær og 5 í morgun.

Að minnsta kosti sex ökumenn voru stöðvaðir í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þrír reyndust án ökuréttinda vegna fyrri afskipta lögreglu.

Á veitingastað í hverfi 104 þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu vegna ofurölvi einstaklings. Honum var vísað út.

Þá var einn einstaklingur handtekinn í Árbænum í annarlegu ástandi. Verður hann í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert