Læknaskortur gæti aukist hratt

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við höfum ítrekað lýst yfir áhyggjum af mönnun læknavakta utan höfuðborgarsvæðisins. Læknaskortur er ástand sem versnar hratt á næstu árum ef ekki verður brugðist við,“ segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær eru nú viðsjár í Snæfellsbæ þar sem í haust hafa stundum liðið vikur án þess að læknir sé starfandi þar.

Þetta er áhyggjuefni íbúa sem þurfa þegar svona stendur á að leita til læknis í Grundarfjörð eða Stykkishólm. Þess eru einnig dæmi að fólk í Snæfellsbæ fari til Reykjavíkur eftir hjálp, það eru um 200 km.

Læknir kemur til starfa í Snæfellsbæ strax á nýju ári. Bent er þó á að sá geti ekki verið á sólarhringsvakt að staðaldri svo hugsa þurfi málið í stóru samhengi.

„Stór hluti heilsugæslulækna á landsbyggðinni er að komast á aldur og er ekki fyrirsjáanlegt hvernig fylla eigi í þau skörð,“ segir Steinunn og bætir við að gjarnan eigi í hlut læknar sem hafi staðið vaktina í sínu héraði einir, meira og minna. Ólíklegt sé að yngra fólk sé tilbúið í störf við slíkar aðstæður.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »