Langir gangar hjálpuðu slökkviliðinu ekki

Slökkviliðið var í einn og hálfan tíma á vettvangi.
Slökkviliðið var í einn og hálfan tíma á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á vettvang þegar að varaaflgjafi gaf sig í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði um fjögurleytið í nótt. Eldur kom ekki upp en mikinn reyk lagði um húsnæðið. Þetta staðfestir aðstoðarvarðstjóri SHS í samtali við mbl.is.

Það tók smá tíma fyrir slökkviliðið að finna upptökin en stórt húsnæði og langir gangar gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. 

Það tókst þó á endanum en í heildina var slökkviliðið í einn og hálfan tíma á vettvangi að finna upprunann og reykræsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert