Stinningskaldi í dag

Fremur kalt verður í veðri.
Fremur kalt verður í veðri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við norðaustan kalda eða stinningskalda í dag. Éljagangur verður fyrir norðan og austan, en víða verður léttskýjað sunnan- og vestan til. 

Um helgina verður svipað hitastig. Vind lægir um allt land og víða verður léttskýjað. Samt eru eru líkur á stöku éljum á Austurlandi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.

Norðlæg átt verður 8 til 15 m/s og hvassast með austurströndinni. 

Á morgun verður norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/S og víða léttskýjað. Frost verður og hiti á bilinu 0 til 10 stig. Mildast verður við ströndina.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert